top of page

Brigitta, Lena og Urður Eir

Hamingja

Hvað er hamingja?

Hamingja getur þýtt mismunandi hluti fyrir mismunandi aðila. Við getum sagt að hamingjan sé það sem við sækjumst eftir. En hvað einkennir hamingjusamt fólk? Til eru margar rannsóknir um það hvað það er sem gerir fólk hamingjusamt og flestar niðurstöður eru svipaðar til dæmis er félagslynt fólk hamingjusamara en einfarar. Hamingjusöm manneskja hefur jákvæðar tilfinningar og finnst að líf sitt hafi tilgang.

En hvað gerist í heilanum þegar fólk finnur fyrir hamingju?

Dópamín er eitt þeirra efna sem losnar í heilanum þegar fólk finnur fyrir hamingju. Dópamín er svona eins og jákvæða röddin í heilanum sem hvetur fólk til þess að halda áfram í átt af markmiðum sínum. Annað efni sem gerir fólk hamingjusamt er serótónín.

Serótónín gefur fólki sjálfstraust og serótónín er ástæðan fyrir vellíðan fólks og einnig geturðu fundið fyrir einmanaleika og þunglyndi vegna skorts á serótóníni. Við serótónínskorti eru gefin lyf sem innihalda serótónín.

Sólskin í 20 mínútur sem eykur D vítamínframleiðslu sem aftur eykur serótínframleiðslu.

Annað efni sem eykur hamingju er endorfín. Endorfín kemur fram við allskonar líkamlega áreynslu allt frá teygjum til kynlífs en einnig er hægt að auka endorfínframleiðslu með því að borða súkkulaði eða sterkan mat og lykta af vanillu eða lavender. 

Síðasta efnið sem tengist hamingjunni er oxýtósín. Oxýtósín losnar úr læðingi í nálægð við annað fólk og hjálpar við að mynda traust og heilbrigð sambönd. Bara lítil mannleg samskipti geta verið góð til að losa um oxýtósínið (Hampton, Debbie, 2015). 

 

Það fær enginn hamingjuna upp í hendurnar, það þarf að hafa fyrir henni og með mikilli vinnu getum við lifað hamingjusömu lífi án sektarkenndar.

bottom of page