top of page

Við ákváðum sem hópur að velja hamingju sem fræðsluefni vegna þess að okkur finnst að fólkið í samfélaginu okkar horfi mikið bara á neikvæðu hlutinu í lífinu og svo þegar við kveikjum á sjónvarpinu sjáum við bara það slæma sem er að gerast út í heimi. Alltof sjaldan fáum við að sjá jákvæðar fréttir og vildum við með þessu verkefni minna fólk á hlutina sem gerir það hamingjusamt.

 

Við áttum í smá erfiðleikum með að finna rannsóknarspurningu sem hentaði okkur. Við byrjuðum á því að nota ,,Hver er lykillinn af hamingju?´´ En svo fundum við út að hún hentaði ekki svo að við héldum áfram með verkefnið og spáðum seinna í henni. Síðan fengum við frábæra hugmynd um spurningu og hvernig við gætum unnið úr henni. Sem sagt spurningin okkar er

,,Hvaða þættir veita fólki hamingju?´´sem okkur fannst passa vel fyrir okkur. Til þess að finna svar við rannsóknarspurningunni okkar ákváðum við að taka viðtöl við mismunandi aldurshópa og spyrja þau sömu spurningarinnar, sem er: ,,Hvað gerir þig hamingjusaman?´´ Áður en við tókum viðtölin vorum við búnar á velja átta þætti sem við héldum að veiti fólki hamingju.

Þeir þættir eru:

  • Ást

  • Peningar

  • Fjölskylda

  • Vinir 

  • Heilsa

  • Hreyfing

  • Veðurfar

  • Búseta

ekki endilega í þessari röð.

Fyrst heimsóttum við Barnaskólann og tókum viðtal við 6. og 7. bekkinga. Síðan var gengið niður í Hamarsskóla og tókum við viðtal við nokkra spræka krakka úr 1. og 2. bekk. Síðast en ekki síst röltuðum við á elliheimilið og spjölluðum við hressa einstaklinga.

Flestir svöruðu að heilsa, fjölskylda og vinir veittu þeim hamingju en við fengum alls konar svör eins og íþróttir, ferðalög, bílar og ,,kítlerí.´´ Við fengum líka helling af upplýsingum úr bókum sem við fengum hjá Fríðu Hrönn sem er námsráðgjafi í skólanum okkar en Fríðu fannst svaka sniðugt hjá okkur að velja hamingju sem viðfangsefni. Hún var alveg sammála okkur að fólk horfi of lítið á björtu hliðarnar og vill hún helst sjá eitthvað hamingjusamt í fréttum. Einnig spurðum við hana hvað hún myndi gera ef einhver náungi kæmi til hennar og væri að leitast eftir hamingju, hvað hún myndi segja. Hún sagðist ekki fá mikið af svoleiðis tilfellum en ef svo væri myndi hún mæla með fyrir einstaklinginn að leitast eftir félagslegum aðstæðum eins og t.d. fara á tónleikar eða sýningar. Einnig myndi hún benda á það að finna eitthvað sem hann hefur áhuga á og stunda það daglega þar sem það nærir sálina. Fríða Hrönn lagði líka til að stunda núvitund þar sem hún hefur mjög góð áhrif á heilsu og hamingju og er einn búddi sem stundar núvitund á hverjum degi sem heitir Matthieu Ricard og er ,, hamingjusamasti maður í heimi´´ (Tan, Chade-Meng, 2012).

Í einum af mörgum bókunum sem Fríða Hrönn lánaði okkur stóð að ef þú ert að leitast eftir hamingju en ert ekki að finna hana, gæti það þýtt að þú sért að einbeita þér of mikið að fortíðinni, og ættir að hætta að hugsa um hvað þú gerðir rangt fyrir ári, það er ómögulegt að breyta því. Maður ætti að einbeita sér meira að framtíðinni því það er það eina sem skiptir máli og gæti breytt öllu (Tan, Chade-Meng, 2012).

Þegar við heimsóttum elliheimilið stóð einmitt þetta uppá vegg á lista um jákvæða hugsun.

Einnig skoðuðum við rannsókn frá árinu 2012 sem lýsir því að grunnurinn að hamingju á Íslandi það ár, var að ef fólk væri ekki með bundna enda þá væri það í flestum atvikum óhamingjusamt. Eftir viðtölin settum við öll svörin í myndband og glærukynningu sem verður á kynningunni okkar.

Eftir viðtölin vorum við nokkurn veginn komnar með niðurstöður við rannsóknarspurningunni og voru þær að mestu leyti það sem við bjuggumst við í byrjun. Þættirnir sem veita fólki mest hamingju samkvæmt aðilunum sem við töluðum við voru:

  • vinir 

  • fjölskylda

  • íþróttir

  • heilsa

Niðurstöðurnar komu því ekki á óvart þar sem  okkur finnst eins og þessir þættir hafi mikil áhrif á líðan. Ef fjölskyldulífið er slæmt þá líður manni ekki vel. Ef samband milli vina er lítið þá er maður einmana og ef maður stundar litla hreyfingu líður manni illa líkamlega og ef heilsan er slæm þá gæti það stuðlað að þunglyndi.

Þessi rannsókn var mjög fræðandi og lét okkur hugsa virkilega um hvað það er sem veitir okkur sjálfum hamingju og einnig hvernig maður fer að því að vera hamingjusamur.

Af því sögðu getum við sagt að við höfum lært mikið af þessu verkefni.

Okkar verkefni

bottom of page