top of page

Rannsóknir

Hamingja og efnahagur

Við rákumst á rannsókn frá árinu 2012 sem segir frá áhrifaþáttum hamingju Íslendinga. Hún segir að atvinnuleysi og slæmt samband milli fjölskyldu og vina hafi áhrif á hamingju Íslendinga. En þeir sem eiga erfiðast með að ná endum saman er óhamingjusamastir samkvæmt rannsókninni og helmingur fólks á aldrinum 25-54 ára á erfitt með að ná endum saman. Eftir hrun bankanna dró lítillega úr hamingju Íslendinga. Í október 2011 var meðalhamingja Íslendinga 7,2 af 10 og 2012 hækkaði hún uppí 7,3 samkvæmt könnuninni. Árið 2007 var 2,7% af Íslendinum sem áttu erfitt með að ná endum saman en fór það fljótt hækkandi því árið 2012 var það komið uppí 14,7% (Dóra Guðrún Guðmundsdóttir , 2012).

Vísindalega sannað

Rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum  greinir frá að lögfræðingar séu líklegri til að vera þunglyndir. Ástæða þess er að þeir þurfa að gagnrýna hvert mál með neikvæðum hætti og taka þeir það oft heim til fjölskyldunnar þar sem það á ekki heima. En enginn er fæddur með neikvæða hugsun heldur ef að við hugsum stöðugt neikvætt og gagnrýnum allt og alla þá veldur það okkur sjálfum meiri óhamingju. Þeir sem horfa alltaf í fortíðina og tína neikvæðu atburðina úr henni þeir týnast oft í henni og sættast aldrei við sjálfan sig (Fréttanetið, 2017). Þegar við heimsóttu elliheimilið þá rákumst við á lista sem segir einmitt það að ekki ætti að einbeita sér að liðinni tíð heldur horfa alltaf fram á við.

​Íbúar í Vestmannaeyjum eru þeir ánægðustu á landinu

Vestmannaeyingar eru þeir hamingjusömustu á landinu samkvæmt könnun sem Capaent - Gallup gerði árið 2014. Af þeim sem tóku þátt eru 94% af Eyjamönnum hamingjusamir. Ástæða þess gæti verið að það var mikið af viðburðum eins og tónleikar og myndlistasýningar, þess vegna leiðist fólki ekki og verður ekki einmana. Önnur ástæða gæti verið nálægð náttúrunnar og það að búa á virku eldfjalli kalli fram virkari þátttöku í menningum og listum (Ellidi.is, 2014).

bottom of page